Frumsýning á laugardag kl. 12–16

Við kynnum nýjan og umhverfismildan Kia Optima Plug-in Hybrid. Þessi spennandi fjölskyldubíll er rúmgóður og vel búinn, með allt að 64 km rafdrægni og 440 lítra farangursrými.

Kia Optima Plug-in Hybrid er líka fullkominn fyrir útivistarfólk, golfara, kajak-ræðara, hjólafólk og þá sem stunda stangveiði. Þessi skemmtilegi fjölskyldubíll er sannarlega fjölhæfur bíll fyrir fólk á ferðinni. Optima Plug-in Hybrid er bæði fáanlegur í Sedan og Sportswagon útgáfu.

En það er fleira í boði hjá okkur á laugardaginn. Kl. 13 opnum við fyrir skráningu í Kia Gullhringinn, eina vinsælustu hjólreiðakeppni landsins. Sérfræðingar frá Erninum verða einnig á staðnum og kynna allt það nýjasta í hjólaíþróttunum.

Kia Optima Plug-in Hybrid fæst á verði frá 4.590.777 kr. og honum fylgir að sjálfsögðu hin einstaka 7 ára ábyrgð framleiðanda.

Hlökkum til að sjá þig!.